Vatnshreinsitöflur - 1.500 stk.

956kr

Hvernig pakkar þú inn 7.500 lítrum af drykkjarhæfu vatni? Svarið er einfalt: Þú setur töflur í pakka og sendir þær!

Vatn er undirstaða alls lífs og þessar bráðsniðugu vatnshreinsitöflur – 1.500 talsins – geta á örskotsstundu galdrað fram drykkjarhæft vatn úr óhreinu. Mengað vatn er skaðvaldur og veikir bæði börn og dregur til dauða. Þessar töflur eru hins vegar settar út í óhreint vatn á svæðum þar sem neyðarástand ríkir og viti menn: Þá má fá sér að drekka. 

Með því að gefa vatnshreinsitöflur getur þú snert líf afar margra og gefið þeim þá dýrmætu gjöf sem heilnæmt vatn er.

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Mótakandi

Þessi texti mun vera á gjafakorti:

Til hamingju! Þú hefur fengið að gjöf 1.500 vatnshreinsitöflur sem geta hreinsað 7.500 lítra af drykkjarvatni. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda.

Árlega deyja fleiri börn í heiminum af völdum óhreins vatns en stríðsátaka. Gjöfin sem gefin var í þínu nafni tryggir börnum öruggt drykkjarvatn og skiptir því verulegu máli.

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef