Þessi texti birtist á gjafabréfinu:
Þú hefur fengið vatnsdælu að gjöf sem útvegar heilu þorpi hreint drykkjarvatn. UNICEF mun nú sjá til að hún berist þangað sem hennar er þörf. Vatnsdælur hafa margvísleg jákvæð áhrif á samfélag og bæta til að mynda verulega líf kvenna og barna sem þurfa gjarnan að ganga langar leiðir til að sækja vatn. Börnum gefst því aukinn tími til skólagöngu og til að njóta barnæsku sinnar.