Ungbarnavigt

4.686kr

Einföld og nákvæm ungbarnavigt er tilvalin gjöf handa þeim sem eiga allt. Óvenjuleg gjöf en líka afar gagnleg!

Ein besta leiðin til að greina vannæringu og veikindi hjá ungum börnum er að fylgjast vandlega með þyngd þeirra. Þá má grípa fljótt og örugglega inn í mælist börnin of létt. Vigtir sem þessar eru mikið notaðar á næringarmiðstöðvum og sjúkrahúsum og gegna þar mikilvægu hlutverki. 

Krókurinn á þeim gerir auk þess að verkum að þær er einfalt að nota undir berum himni og hengja til dæmis upp í tré.  Ungbarnavigtinni fylgja fimm buxur til að vigta börnin í. 

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Mótakandi

Þessi texti mun vera á gjafakorti:

Til hamingju! Þú hefur fengið að gjöf fallega ungbarnavigt. Með henni fylgja fimm buxur til að vigta börnin í. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist þangað sem hennar er verulega þörf.

Ein besta leiðin til að greina vannæringu og veikindi hjá ungum börnum er að fylgjast vandlega með þyngd þeirra. Þá má grípa fljótt og örugglega inn í mælist börnin of létt. Vigtin þín gegnir mikilvægu hlutverki bæði við forvarnir og meðhöndlun veikra barna.

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef