Ungbarnavernd

8.302kr

Ungbarnavernd er pakki sem veitir börnum sanngjarna byrjun í lífinu.

 

Þessi pakki inniheldur ungbarnavog, 10 skammta af bóluefni gegn mislingum, 20 skammta af bóluefni gegn mænusótt, 20 skammta af bóluefni gegn stífkrampa, moskítónet og 30 skammta af vítamínbættu jarðhnetumauki sem notað er við meðhöndlun vannærða barna.

 

Ungbarnavogir eru mikilvægar til að meta heilsu barna, fylgjast með því að allt sé í lagi og greina vannæringu snemma. Vítamínbætt jarðhnetumauk gerir hreint kraftaverk við að meðhöndla vannæringu og hefur í raun valdið byltingu á því sviði. Með þessum pakka fá börn einnig vernd gegn lífshættulegum sjúkdómum á borð við malaríu, mænusótt, mislinga og stífkrampa.

 

Gefðu ungbörnum sanngjarnt tækifæri. Tryggðu þeim ungbarnavernd strax í dag!

 

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Mótakandi

Þessi texti mun vera á gjafakortinu:
 

Til hamingju! Þú hefur fengið að gjöf pakka sem tryggir ungbörnum vernd við upphaf ævi sinnar.

Í pakkanum eru ungbarnavog, 10 skammtar af bóluefni gegn mislingum, 20 skammtar af bóluefni gegn mænusótt og 20 skammtar af bóluefni gegn stífkrampa. Einnig inniheldur pakkinn moskítónet og 30 skammta af vítamínbættu jarðhnetumauki fyrir vannærð börn. Þessi gjöf mun vernda börn um allan heim frá hættulegum sjúkdómum.

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef