Skóli í kassa

22.490kr

Sjálfsagt eru fáir sem eiga von á því að fá heilan skóla í gjöf! En væri það ekki frábær glaðningur?

„Skóli í kassa“ gerir börnum kleift að halda skólagöngu sinni áfram við neyðaraðstæður. Málmboxið er fullt af nauðsynlegum námsgögnum: Stílabókum, blýöntum, strokleðrum, litum, skærum og öðru. Í því eru einnig sem dæmi upptrekkjanlegt útvarp og gráðubogi. Lokið á boxinu má síðan mála með krítum sem eru í kassanum og þar með eru börnin komin með krítartöflu. 

Öryggi og reglufesta eru börnum gríðarlega mikilvæg þar sem neyðaraðstæður hafa skapast. Skólar gegna þar stóru hlutverki. Námið veitir börnunum nauðsynlega festu og heldur þeim virkum. Bráðabirgðaskólar hafa þannig skipt sköpum í flóttamannabúðum og á svæðum þar sem hamfarir hafa orðið.

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi

Þessi texti mun vera á gjafakorti:

Til hamingju! Þú hefur fengið að gjöf heilan bráðabirgðaskóla fyrir 40 börn. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda.

Við köllum gjöfina „skóla í kassa“ því í málmboxinu þínu er að finna öll þau námsgögn sem eru nauðsynleg svo börn geti haldið skólagöngu sinni áfram við neyðaraðstæður. Bráðabirgðaskólar hafa þannig skipt sköpum í flóttamannabúðum og á svæðum þar sem hamfarir hafa orðið. 

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef