Páskaeggið

2.465kr

Þetta páskaegg er stútfullt af réttu næringarefnunum!

 

Ef þig langar í alvöru páskaegg skaltu smella þér út í sjoppu... það er nefnilega því miður ekkert súkkulaði í þessu eggi, sorrý!

 

Börn í neyð munu á hinn bóginn fá samtals 7.500 lítra af hreinu vatni, enda gerir páskaeggið okkur kleift að útvega hvorki fleiri né færri en 1.500 vatnshreinsitöflur. Auk þeirra eru í egginu 15 skammtar af jarðhnetumauki, 4 lítrar af næringarmjólk og 50 skammtar af næringardufti.

 

Þessi hjálpargögn munu gera kraftaverk fyrir börn sem þurfa á hjálpinni að halda!

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi

Þessi texti mun birtast á gjafakorti:

Til hamingju, þú fékkst besta páskaeggið í ár! Páskaeggið þitt er stútfullt af hjálpargögnum sem UNICEF mun sjá til þess að berist til barna sem þurfa á að halda.

Í egginu eru 1.500 vatnshreinsitöflur sem hreinsa rúmlega 7.500 lítra af vatni, 15 skammtar af jarðhnetumauki, 4 lítrar af næringarmjólk og 50 skammtar af næringardufti. Þetta páskaegg mun gera kraftaverk fyrir börn sem þurfa á hjálpinni að halda!

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef