Ömmugjöfin

6.358kr

Fátt segir amma eins og gott kex, hlýja, ást og öryggi. Í ömmupakkanum er þó ekki að finna neitt fíkjukex sem fúlsað er við, heldur sérstakar prótínríkar kexkökur fullar af vítamínum.

 

Kexkökurnar eru máltíð í neyðaraðstæðum þar sem matur er af skornum skammti. Amma er sko alltaf að redda málunum. Svo bætir pakkinn um betur með hlýju teppi og vetrarfatnaði fyrir þriggja ára barn. Fullkomin gjöf fyrir ömmur.

 

Innihald: 

  • 16 pakkar af prótínríkum kexkökum.
  • Hlýtt flísteppi.
  • Vetrarfatnaður fyrir eitt barn.
Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi (þú getur sent gjafabréfið beint á viðtakanda eða fengið sent til þín til að gefa sjálf/ur)
Þú færð gjafabréfið sent til þín með tölvupósti til að prenta út eða senda áfram.
Þú fyllir inn netfangið þitt í næsta skrefi


Þessi texti birtist á gjafabréfinu:

Fátt segir amma eins og gott kex, hlýja, ást og öryggi. Þú hefur fengið að gjöf prótínríkar kexkökur fyrir fjölskyldur í neyðaraðstæðum, hlýjan vetrarfatnað fyrir eitt barn og hlýtt flísteppi. UNICEF mun sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda. Ömmur eru einfaldlega bestar! 

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef