Þessi texti birtist á gjafabréfinu:
Þú hefur fengið heilt neyðartjald að gjöf. Tjaldið veitir börnum skjól í erfiðum aðstæðum. Þar sem hamfarir hafa orðið eða stríð geisa getur það meðal annars nýst sem heilsugæsla, bráðabirgðaskóli eða barnvænt svæði. UNICEF mun nú setja tjaldið upp þar sem neyðin er mest.