Neyðarpakkinn

4.475kr

Milljónir barna og fjölskyldur þeirra hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna stríðsátaka. Að fá aðstoð með grunnþarfir þeirra, eins og mat og vatn getur því skipt sköpum í lífi þessara barna, en það þarf að gerast fljótt!

 

Pakkinn inniheldur 200 vatnshreinsitöflur sem geta hreinsað rúmlega þúsund lítra af vatni, skyndihjálpartösku og 10 poka af vítamínbættu jarðhnetumauki.

 

Vatnshreinsitöflur geta breytt skítugu vatni í hreint á örskotsstundu og bjargað þannig lífum sem og bætt lífskjör. Skyndihjálpartaskan kemur að góðum notum þar sem neyð ríkir og vítamínbætta jarðhnetumaukið mun veita börnum þá næringu sem þau þurfa.

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi

Þessi texti mun birtast á gjafakorti:

Til hamingju! Þú hefur fengið neyðarpakkann að gjöf. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda.

Í pakkanum þínum er að finna hjálpargögn sem veitir börnum og fjölskyldum þeirra aðstoð með grunnþarfir þeirra í neyð. Pakkinn inniheldur 200 vatnshreinsitöflur, skyndihjálpartösku og 10 poka af vítamínbættu jarðhnetumauki.

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef