Neyðareggið

1.750kr

Neyðareggið er ekki eins og önnur páskaegg... það er einfaldlega miklu betra! 

 

Neyðareggið inniheldur nefnilega hvorki meira né minna en 3.500 vatnshreinsitöflur sem hreinsa samtals 17.500 lítra af óhreinu vatni og gera það drykkjarhæft. Já þú last rétt, 17.500 lítra!

 

Í neyðaraðstæðum, eins og eru til dæmis núna í Mósambík og Jemen, er hreint vatn af skornum skammti og mikil hætta á að lífshættulegir sjúkdómar smitist með óhreinu vatni. Vatnshreinsitöflur bjarga því lífum! 

 

Með því að kaupa neyðareggið hjálpar þú börnum í neyð - þess vegna er neyðareggið langbesta eggið! 

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi

Þessi texti mun birtast á gjafakorti:

Til hamingju, þú fékkst langbesta páskaeggið í ár! Páskaeggið þitt mun hjálpa börnum í neyðaraðstæðum um allan heim, en það inniheldur 3.500 vatnshreinsitöflur sem UNICEF mun núna sjá til þess að berist til barna sem þurfa á að halda. Vatnshreinsitöflurnar hreinsa samtals 17.500 lítra af vatni og gera það drykkjarhæft. Páskaeggið þitt er lífsbjörg fyrir börn! 

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef