Þessi texti birtist á gjafabréfinu:
Þú hefur fengið næringarpakkann að gjöf. Hann er mun betri en hin hefðbundna ostakarfa því hann inniheldur 120 pakka af næringardufti, 20 lítra af næringarmjólk og 10 skammta af vítamínbættu jarðhnetumauki sem gera kraftaverk fyrir vannærð börn. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda.