Næringarpakkinn

4.792kr

Næringarpakkinn er sannkölluð himnasending fyrir börn sem þjást af vannæringu. Vannæring er ein helsta orsök dauðsfalla hjá börnum yngri en fimm ára í heiminum. Góðu fréttirnar eru þær að vannæringu er auðvelt að meðhöndla.

 

Jarðhnetumauk hefur valdið byltingu í meðferð við vannæringu. Það inniheldur öll nauðsynleg næringarefni, vítamín og steinefni, þarf ekki að blanda með vatni og er tilbúið beint úr pakkanum sem aftur minnkar smithættu. Næringarduftið er nauðsynlegt fyrir mjög ung börn en þau eru í mestri hættu á að fá sjónskaða, heilaskaða og járnskort vegna vannæringar. Næringarmjólkin er lífsnauðsynleg fyrir þau börn sem eru orðin of máttfarin til að innbyrða fasta fæðu.

 

Styrktu varnir þeirra. Gefðu næringarpakkann!

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi

Þessi texti mun vera á gjafakortinu:

Til hamingju! Þú hefur fengið næringarpakkann að gjöf. Hann inniheldur 120 pakka af næringardufti, 30 pakka af næringarmjólk og 10 skammta af vítamínbættu jarðhnetumauki. UNICEF mun nú sjá til þess að gjafirnar berist til barna sem þurfa á þeim að halda.

Þessi hjálpargögn hjálpa börnum sem eru í hættu vegna vannæringar að ná heilsunni aftur. Þessi gjöf getur því skipt sköpum fyrir líf barna út um allan heim.

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef