Þessi texti mun birtast á gjafakorti:
Til hamingju! Þú hefur fengið að gjöf yfir 3,6 lítra af næringarmjólk. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda.
Næringarmjólkin var sérstaklega þróuð til að meðhöndla vannærð börn – þau allra veikustu á næringarmiðstöðvum og sjúkrahúsum. Hún er lífsnauðsynleg fyrir þau börn sem eru orðin of máttfarin til að innbyrða fasta fæðu. Gjöfin þín mun þannig sannarlega bæta líf barna í neyð.