Moskítónet fyrir 5 börn

1.460kr

Malaría er banvænn sjúkdómur sem smitast með moskítóflugum. Ein af fyrirbyggjandi leiðum til að koma í veg fyrir smit er að dreifa moskítónetum sem fólk sefur undir, í skjóli frá flugunum sem bíta helst á kvöldin og á nóttunni. Moskítónet eru talin besta forvörnin gegn sjúkdómnum.

Um 90% dauðsfalla vegna malaríu eiga sér stað meðal barna og verst er ástandið í Afríku sunnan Sahara. Í Afríku lætur barn raunar lífið af völdum malaríu á 30 sekúndna fresti. 

Þú getur gefið gjöf sem verndar börn gegn þessum skæða sjúkdómi. Fyrir aðeins 1.460 krónur færðu fimm net sem vernda börn og mæður þeirra gegn moskítóflugum og þar með malaríusmiti.

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi

Þessi texti mun vera á gjafakorti:

Til hamingju! Þú hefur fengið að gjöf fimm vegleg moskítónet. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda.

Malaría er skelfilegur sjúkdómur sem dregur alltof mörg börn til dauða á hverju ári. Þessi endingargóðu moskítónet eru húðuð með flugnaeitri til þess að veita aukavörn. Notkun moskítóneta er talin besta forvörnin gegn sjúkdómnum. Netin þín munu því koma að verulegu gagni.

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef