Leikjakassinn

26.771kr

Öll börn eiga rétt á að þroskast og læra í gegnum leik og tómstundir. Barnvæn svæði UNICEF eru mikilvægur staður þar sem börn geta fundið öryggi og stuðning á erfiðum tímum. 

 

Leikjakassinn inniheldur fótbolta, ýmis leikföng, skólatöskur og námsgögn. Þessir kassar eru notaðir á barnvænum svæðum um allan heim, meðal annars í flóttamannabúðum fyrir Rohyngja í Bangladess, fyrir börn á flótta frá Sýrlandi og í Jemen. 

 

Á svæðunum geta börn haldið menntun sinni áfram, leikið sér og fengið sálrænan stuðning til að vinna úr áföllum sínum.

Kassinn gerir allt að 90 börnum kleift að leika sér samtímis. Þessi gjöf er svo sannarlega gjöf sem gefur!

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi

Þessi texti mun vera á gjafakorti:

Til hamingju! Þú hefur fengið að gjöf Leikjakassann. Leikjakassinn inniheldur fótbolta, ýmis leikföng, skólatöskur og námsgögn. Þessir kassar eru notaðir á barnvænum svæðum UNICEF um allan heim, meðal annars í flóttamannabúðum. Þar geta börn haldið menntun sinni áfram, leikið sér og fengið sálrænan stuðning til að vinna úr áföllum sínum.

 

 

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef