Leikjakassinn

26.970kr

Þetta er PlayStation af gamla skólanum. Kassi fullur af leikföngum sem gerir börnum kleift að leika sér og njóta barnæsku sinnar eins og þau eiga rétt á. 

 

Leikjakassinn nýtist á barnvænum svæðum UNICEF um allan heim. Slík svæði eru meðal annars sett upp þar sem átök ríkja og í flóttamannabúðum. Þar geta börn fundið öryggi og gleði á erfiðum tímum, haldið menntun sinni áfram, leikið sér og fengið sálrænan stuðning til að vinna úr áföllum sínum.

 

Innihald:

  • Fótboltar, sippubönd, sögubækur og önnur leikföng sem nýtast allt að 90 börnum á barnvænum svæðum.
Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi (þú getur sent gjafabréfið beint á viðtakanda eða fengið sent til þín til að gefa sjálf/ur)
Þú færð gjafabréfið sent til þín með tölvupósti til að prenta út eða senda áfram.
Þú fyllir inn netfangið þitt í næsta skrefi


Þessi texti birtist á gjafabréfinu:

Þú hefur fengið að gjöf leikjakassa sem gerir börnum kleift að njóta barnæsku sinnar eins og þau eiga rétt á. Hann inniheldur leikföng sem nýtast allt að 90 börnum á barnvænum svæðum UNICEF, en slík svæði eru meðal annars sett upp þar sem átök ríkja. Þar geta börn fundið öryggi og gleði, haldið menntun sinni áfram, leikið sér og fengið sálrænan stuðning.

 

 

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef