Þessi texti mun vera á gjafakorti:
Þú hefur fengið að gjöf 30 skammta af vítamínbættu jarðhnetumauki fyrir vannærð börn. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda. Jarðhnetumaukið þitt gerir kraftaverk fyrir vannærð börn því með einungis þremur skömmtum á dag í fáeinar vikur geta þau náð fullum bata.