Hlý teppi fyrir 10 börn

8.103kr

Er til betri leið til að sýna hlýju og væntumþykju en að gefa hlýtt og umvefjandi teppi? 

Teppi er gjöf sem veitir börnum skjól þegar hamfarir og stríð neyða þau og fjölskyldur þeirra til að flýja að heiman. Í þessum pakka eru tíu hlý teppi sem send verða þangað sem neyð ríkir og skortur er á skjóli og hlýjum fatnaði. Hjálpargögnum sem þessum er meðal annars dreift í flóttamannabúðum þar sem kalt er í tjöldum um nætur. Að sofa undir hlýju teppi getur einfaldlega verið lífsspursmál fyrir lítil börn.

Með þessum hlýja, fallega pakka getur þú sannarlega yljað börnum og veitt þeim skjól. 

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi

Þessi texti mun birtast á gjafakorti:

Til hamingju! Þú hefur fengið tíu hlý teppi að gjöf. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda.

Í pakkanum þínum er að finna þykk og góð teppi sem veita munu börnum á flótta skjól og hlýju.

Teppi eins og þessi koma að verulegu gagni þegar hamfarir og stríð neyða börn og fjölskyldur þeirra til að flýja að heiman. Hlýja gjöfin þín mun því svo sannarlega ylja börnum í neyð.

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef