Hlýr vetrarfatnaður

2.990kr

Gefum börnum á flótta hlýju í vetur.

 

Undanfarna áratugi hafa flóttamannnabúðir risið víða um heim, sumar með íbúafjölda á við stærstu borgir heims. 
Á mörgum svæðum þar sem þúsundir barna búa í tjöldum og gámum flóttamannabúða verða veturnir kaldari en við kannski búumst við. Fyrir fjölskyldur á flótta er flókið verkefni að útvega hlý föt fyrir öll börnin. Hlýr vetrarfatnaður er nauðsynlegur á þessum tíma og mun þeim vera dreift í flóttamannabúðum þar sem kalt er í tjöldum og gámum um nætur. 

 

Með því að gefa börnum hlýjan vetrarfatnað getur þú svo sannarlega yljað og veitt þeim skjól. 

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi

Þessi texti mun birtast á gjafakorti:

Til hamingju! Þú hefur fengið hlýjan vetrarfatnað að gjöf til að hlýja barni á flótta í vetur. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda. Hlýr vetrarfatnaður mun koma að góðu gagni þar sem veturinn nálgast fljótt og kuldinn fer að skella á. Hlýja gjöfin þín mun því svo sannarlega ylja börnum í neyð.

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef