Hjálpareggið

2.100kr

Þetta egg er ekki páskaegg, heldur hjálparegg! Hjálparegg eru mun betri en venjuleg páskaegg, enda innihalda þau mun fleiri hitaeiningar - fyrir börn sem þjást af vannæringu!

 

Með því að kaupa þér hjálparegg um páskana hjálpar þú börnum sem þurfa sannarlega á næringunni að halda.

 

Vannæring er lífshættuleg og árlega látast ótal börn af hennar völdum. Góðu fréttirnar er að hana má bæði auðveldlega koma í veg fyrir og meðhöndla. 

 

Hjálpareggið inniheldur 50 poka af vítamínbættu jarðhnetumauki en í flestum tilfellum þurfa vannærð börn einungis þrjá poka á dag í fáeinar vikur til að ná fullum bata. 

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi

Þessi texti mun birtast á gjafakorti:

Til hamingju! Þú fékkst ekki páskaegg, heldur hjálparegg. Þau eru mun betri en venjuleg páskaegg. Þau innihalda nefnilega 50 poka af vítamínbættu jarðhnetumauki fyrir börn sem þjást af vannæringu. Í flestum tilfellum þurfa vannærð börn einungis þrjá pakka af jarðhnetumauki á dag í fáeinar vikur til að ná fullum bata. UNICEF mun núna sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda. 

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef