HIV-próf

2.790kr

Gefðu von fyrir lítið líf. Í þessum pakka eru HIV-próf fyrir 20 barnshafandi konur. Gjöfin upplýsir verðandi mæður um það hvort þær séu HIV-smitaðar og gefur þeim þannig kost á að koma í veg fyrir smit til barna þeirra. Það er gert með lyfjagjöf. 
 

Mikill árangur hefur náðst í baráttunni gegn HIV á undanförnum árum. Aldrei hafa fleiri HIV-smitaðir fengið lyfjameðferð og baráttan við að hefta smit frá móður til barns hefur skilað verulegum árangri.

 

Markmið UNICEF um að ekkert barn fæðist með HIV er í augsýn.

 

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi

Texti sem birtist á gjafakorti:

 

Til hamingju!

 

Þú hefur fengið að gjöf HIV-próf fyrir 20 barnshafandi konur. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til verðandi mæðra til að tryggja öryggi og heilsu ófæddra barna þeirra.

 

Gjöfin upplýsir verðandi mæður um það hvort þær séu HIV-smitaðar og gefur þeim þannig kost á að koma í veg fyrir smit til barna þeirra. Það er gert með lyfjagjöf. Frá árinu 2000 hefur dauðsföllum ungra barna, sem rekja má til HIV-smits, fækkað um 60% - m.a. vegna baráttu UNICEF.

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef