Gefandi gjafakarfa

5.620kr

Gjafakörfur eru þekktar við margvísleg tilefni – fullar af alls kyns góðgæti. En af hverju ekki að gefa gjafakörfu sneisafulla af hjálpargögnum?

Í þessari einstöku gjafakörfu er að finna 40 pakka af vítamínbættu jarðhnetumauki sem gerir kraftaverk við meðhöndlun vannærðra barna. Karfan inniheldur einnig bóluefni sem verndar 25 börn gegn lífshættulegum sjúkdómi: Mislingum. Árlega draga bæði mislingar og vannæring ótal börn til dauða í fátækustu ríkjum heims.

En fleira leynist í körfunni! Í henni eru nefnilega ormalyf sem hjálpa 200 börnum að vinna bug á sníkjudýrasýkingu í meltingarvegi. Slík sýking getur verið mjög hættuleg. Rúsínan í pylsuendanum eru síðan námsgögn og skólataska fyrir tvö börn.

Er hægt að gefa sniðugri gjafakörfu?

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi

Þessi texti mun birtast á gjafakorti:

Til hamingju! Þú hefur fengið gefandi gjafakörfu – fulla af nauðsynlegum hjálpargögnum. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda.

Í þessari gjafakörfu er að finna 40 pakka af vítamínbættu jarðhnetumauki sem gerir kraftaverk við meðhöndlun vannæringar, bóluefni sem verndar 25 börn gegn mislingum, ormalyf sem hjálpa 200 börnum að vinna bug á sníkjudýrasýkingu í meltingarvegi og námsgögn og skólatösku fyrir tvö börn.

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef