Gefandi gjafakarfa

6.405kr

Ertu komin með nóg af þessari dæmigerðu ostakörfu? Við líka.

 

Við kynnum því til leiks nýja tegund af gjafakörfu: GEFANDI gjafakörfu!

 

Þessi einstaka gjafakarfa inniheldur vítamínbætt jarðhnetumauk til að meðhöndla vannærð börn, bóluefni gegn mislingum, ormalyf og námsgögn. 

 

Þessi gjafakarfa er frumleg, skemmtileg og umfram allt, barnvæn!

 

Innihald:

  • 40 pakkar af vítamínbættu jarðhnetumauki.
  • 25 skammtar af bóluefni gegn mislingum.
  • Ormalyf fyrir 200 börn.
  • Stílabækur, blýantar og skólatöskur fyrir tvö börn.
Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi (þú getur sent gjafabréfið beint á viðtakanda eða fengið sent til þín til að gefa sjálf/ur)
Þú færð gjafabréfið sent til þín með tölvupósti til að prenta út eða senda áfram.
Þú fyllir inn netfangið þitt í næsta skrefi


Þessi texti birtist á gjafabréfinu:

Þú hefur fengið að gjöf einstaka gjafakörfu fyrir einstaka manneskju. Hún inniheldur 40 skammta af vítamínbættu jarðhnetumauki til að meðhöndla vannærð börn, 25 skammta af bóluefni gegn mislingum, 200 ormalyf og námsgögn fyrir tvö börn. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda. Þessi gjafakarfa gerir heiminn betri - eins og þú. 

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef