Fermingarpakkinn

4.418kr

Á tímamótum í lífinu er gaman að fá hvatningarorð og góðar kveðjur frá vinum og ættingjum. Hér fylgja hamingjuóskunum lífsnauðsynleg hjálpargögn sem munu nýtast börnum í neyð: 30 skammta af jarðhnetumauki, tvö hlý teppi, námsgögn fyrir 2 börn og vatnshreinsitöflur sem gera 5.000 lítra af vatni drykkjarhæft. Þannig veitir gjöfin tækifæri til þess að ganga í skóla, næringu og vernd. Auk þess eru námsgögn nauðsynlegur hluti af námi barna og færa börnin skrefi nær því að láta drauma sína rætast.

 

Með þessari dýrmætu fermingargjöf getur þú snert líf margra barna og veitt þeim aðstoð í neyð.

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi

þessi texti birtist í gjafakortinu:

Til hamingju! Þú hefur fengið fermingarpakkann að gjöf. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda. 

Í pakkanum þínum er að finna 30 skammta af jarðhnetumauki, stílabækur, blýantar og skólatöskur fyrir tvö börn. Auk þess eru í pakkanum 1.000 vatnshreinsitöflur sem geta komið í veg fyrir veikindi og bjargað lífi þar sem neyðarástand ríkir. Að lokum eru í pakkanum tvö teppi. Með þessari dýrmætu fermingargjöf getur þú snert líf margra barna og veitt þeim aðstoð í neyð.

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef