Brúðargjöf fyrir börn í neyð

12.222kr

Brúðargjöf fyrir börn í neyð er frábær hugmynd fyrir fólk sem á allt. Í henni er að finna lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir börn!

Vatn er undirstaða alls lífs! ! Í þessari gjöf má finna 10.000 vatnshreinsitöflur sem á örskotsstundu galdra fram drykkjarhæft vatn úr óhreinu. Mengað vatn er skaðvaldur og veikir bæði börn og dregur til dauða. Töflurnar eru settar út í óhreint vatn á svæðum þar sem neyðarástand ríkir og viti menn, þá má fá sér að drekka.

 

Einnig fylgja gjöfinni sex hlý teppi og 30 pokar af jarðhnetumauki. Hvað er betra en hreint vatn, næringarík fæða og hlýja?

 

Með því að gefa brúðargjöfina bætir þú líf barna og gefur þeim dýrmæta gjöf.

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi

Þessi texti mun vera á gjafakorti:

Til hamingju með daginn, kæru brúðhjón! Þið hafið fengið að gjöf 10.000 vatnshreinsitöflur sem hreinsa 50.000 lítra af drykkjarvatni, 30 poka af vítamínbættu jarðhnetumauki og sex hlý teppi. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda. Gjöfin sem gefin var í ykkar nafni tryggir börnum öruggt drykkjarvatn, góða næringu og skjól og skiptir því verulegu máli.

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef