Bólusetningapakkinn

5.879kr

Bólusetningar eru ein mikilvægasta vörn ungra barna gegn smitsjúkdómum. Með bólusetningum hefur löndum þar sem mænusótt er landlæg til dæmis fækkað úr 125 árið 1988 niður í aðeins þrjú í dag. Við getum þó klárað málið!

 

Þessi frábæri pakki veitir börnum vörn gegn mænusótt en í honum eru 50 skammtar af bóluefni gegn þessum skæða sjúkdómi. Með pakkanum veitir þú börnum einnig vörn gegn öðrum lífshættulegum sjúkdómi: Mislingum.

 

Að auki eru í honum 40 skammtar af bóluefni gegn stífkrampa. Loks þarf að tryggja að bóluefnin komist örugg á leiðarenda til barna í neyð. Það gerir þú með sérstöku kæliboxi sem er í pakkanum. 

 

Bólusetningar bjarga. Verndaðu börn gegn smitsjúkdómum.

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi

Þessi texti mun vera á gjafakortinu:

 

Til hamingju! Þú hefur fengið bólusetningapakka að gjöf.

 

Pakkinn inniheldur 50 skammta af bóluefni gegn mænusótt, 50 skammta af bóluefni gegn mislingum, 40 skammta af bóluefni gegn stífkrampa og sérstakt kælibox sem tryggir að bóluefnin komist örugg á leiðarenda. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin þín berist til barna sem á þurfa að halda.

 

Bólusetningar eru mikilvægasta vörnin í baráttunni við banvæna sjúkdóma. 

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef