Þessi texti mun birtast á gjafakorti:
Til hamingju með bólusetningarnar! Þú hefur fengið að gjöf 40 skammta af bóluefni gegn mænusótt og 20 skammta af bóluefni gegn stífkrampa. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda.
Engin lyf eru til gegn mænusótt og eina leiðin til að koma í veg fyrir að veikin valdi lömun er bólusetning. Stífkrampi er svo hinsvegar sjúkdómur sem dregur því miður bæði nýbakaðar mæður og nýbura til dauða. Gjöfin sem gefin var í þínu nafni mun því koma til góða!