Bóluefni gegn mislingum - 50 skammtar

2.574kr

Mislingar eru bráðsmitandi og grafalvarleg veirusýking sem ræðst á ónæmiskerfið og gerir börn berskjölduð gagnvart lífshættulegum sýkingum. Árlega deyr fjöldi fólks af völdum mislinga. Langflestir þeirra sem látast eru börn fimm ára eða yngri. Þau sem lifa mislinga af geta orðið fyrir varanlegum skaða, svo sem blindu og heilaskaða. 

Góðu fréttirnar eru þær að þessa hræðilegu veiki má auðveldlega koma í veg fyrir: Með bólusetningu. Bólusetningar eru langeinfaldasta leiðin til að hindra smit. 

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi

 Þessi texti mun vera á gjafakorti:

Til hamingju! Þú hefur fengið að gjöf 50 skammta af bóluefni gegn mislingum. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda. Mislingar eru bráðsmitandi og grafalvarleg veirusýking sem tekur líf tugþúsunda barna á hverju ári. Góðu fréttirnar eru þær að mislinga má auðveldlega koma í veg fyrir með bólusetningu. 

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef