Þessi texti birtist á gjafabréfinu:
Þessi gjöf bjargar lífum. Mislingar eru hættulegur sjúkdómur sem ógnar lífi barna. Góðu fréttirnar eru þær að mislinga má auðveldlega koma í veg fyrir með bólusetningu og þú hefur fengið að gjöf 100 skammta! UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda.