Þessi texti birtist á gjafabréfinu:
Þú hefur fengið að gjöf 50 skammta af bóluefni sem verndar börn gegn lífshættulegum sjúkdómi, mænusótt. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda. Við erum nálægt því markmiði að útrýma mænusótt alfarið úr heiminum og með þessari gjöf tekur þú þátt í baráttunni.