Bóluefni gegn mænusótt - 100 skammtar

2.275kr

Mænusótt, einnig þekkt sem lömunarveiki, er smitsjúkdómur af völdum veiru sem lagst getur á taugakerfi líkamans og valdið lömun sem leitt getur til dauða. Engin lyf eru til gegn mænusótt og eina leiðin til að koma í veg fyrir að veikin valdi lömun er bólusetning. 

Gríðarlegur árangur hefur náðst í baráttunni gegn þessum skelfilega sjúkdómi. Fyrir 25 árum var veikin landlæg í 125 ríkjum – í dag eru ríkin einungis þrjú. 

Viltu taka þátt í þeirri verðugu baráttu að útrýma veikinni endanlega úr heiminum?

Með þessari fallegu gjöf getur þú lagt þitt af mörkum og gefið bólusetningar!

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Mótakandi

Til hamingju! Þú hefur fengið að gjöf 100 skammta af bóluefni gegn mænusótt. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda.

Engin lyf eru til gegn mænusótt og eina leiðin til að koma í veg fyrir að veikin valdi lömun er bólusetning. Bólusetningarnar þínar skipta því miklu máli.

Með þessari gjöf hefur þú auk þess tekið þátt í þeirri verðugu baráttu að útrýma veikinni endanlega úr heiminum. 

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef