Boltapakkinn

3.276kr

Öll börn eiga rétt á að þroskast og læra í gegnum leik og tómstundir og því er fótboltinn frábær leið til að leggja sitt af mörkum!

 

Bolta pakkinn inniheldur þrjá fótbolta sem gera börnum kleift að leika sér og bara fá að vera börn.

 

Leikföng af þessu tagi eru mikilvæg og oft send á barnvæn svæði UNICEF þar sem börn geta fundið öryggi og stuðning á erfiðum tímum. Á svæðunum geta börn haldið menntun sinni áfram, leikið sér og fengið sálrænan stuðning til að vinna úr áföllum sínum.

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi

Þessi texti mun birtast á gjafakorti:

Til hamingju! Þú fékkst boltapakkann, en hann inniheldur þrjá fótbolta.

Pakkinn sameinar leik og gleði fótboltans og réttindi barna til að stunda tómstundir og leika sér í öruggu umhverfi. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda. 

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef