Blómvöndur sem bjargar lífi barna

3.150kr

Gefðu ástinni þinni blómvönd sem bjargar lífi barna á konudaginn!

 

Þessi blómvöndur inniheldur 75 pakka af vítamínbættu jarðhnetumauki fyrir vannærð börn. Vannæring tekur líf fjölda barna um allan heim á hverju ári, en hana má auðveldlega koma í veg fyrir og meðhöndla.

 

Vítamínbætt jarðhnetumauk hefur valdið byltingu í meðferð við vannæringu, en í flestum tilfellum þurfa börn einungis þrjá pakka af því á dag í fáeinar vikur til að ná fullum bata. Það er tilbúið til neyslu beint úr pakkanum sem minnkar smithættu verulega og inniheldur öll nauðsynleg næringarefni, vítamín og steinefni.

 

Þessi blómvöndur mun ekki einungis gleðja elskuna þína, heldur einnig börn um allan heim. Er hægt að gefa fallegri gjöf á konudaginn?

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi

Til hamingju! Þú hefur fengið að gjöf blómvönd sem bjargar lífi barna. Hann inniheldur 75 skammta af vítamínbættu jarðhnetumauki fyrir vannærð börn. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda. Jarðhnetumaukið gerir kraftaverk fyrir vannærð börn en í flestum tilfellum þurfa börn einungis þrjá pakka af því á dag í fáeinar vikur til að ná fullum bata. 

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef