„Þriðji orkupakkinn“

1.361kr

Þriðji orkupakkinn er stútfullur af vítamínum og næringarefnum sem gerir kraftaverk fyrir vannærð börn. Orkupakkinn inniheldur 30 skammta af vítamínbættu jarðhnetumauki sem auðvelt er að útdeila til barna. Maukið er tilbúið til neyslu beint úr pakkanum sem minnkar alla smithættu verulega. Auk þess þarf ekki að blanda það með vatni sem er mikill kostur. Jarðhnetumaukið inniheldur öll nauðsynleg næringarefni, vítamín og steinefni. 

Vítamínbætt jarðhnetumauk gerir kraftaverk fyrir vannærð börn. Maukið hefur raunar valdið byltingu í meðferð við vannæringu. Án meðhöndlunar láta vannærð börn auðveldlega lífið. Fái þau meðferð lifa langflest þeirra hins vegar af. Í flestum tilfellum þurfa börn einungis þrjá pakka af vítamínbættu jarðhnetumauki á dag í fáeinar vikur til að ná fullum bata.

 

Þetta er orkupakki sem allir geta stutt!

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi

Þessi texti mun vera á gjafakorti:

Til hamingju! Þú hefur fengið að gjöf „þriðja orkupakkann“. Þessi orkupakki inniheldur hvorki meira né minna en 30 skammta af vítamínbættu jarðhnetumauki fyrir vannærð börn. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda. Þetta er orkupakki sem allir geta stutt!

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef