Ertu að leita að gjöf fyrir starfsfólk eða samstarfsaðila?
Fyrirtæki nýta í sífellt auknum mæli Sannar gjafir til að gleðja starfsfólk sitt og samstarfsaðila. Sannar
gjafir eru skemmtileg leið til að sýna þakklæti og hafa um leið jákvæð áhrif á líf barna um allan heim.
Fyrirtæki geta ýmist keypt gjafabréf hér á heimasíðu Sannra gjafa, jólakort eða sérsniðið gjöfina í
samstarfi við okkur. Hægt er að velja um margskonar hjálpargögn í öllum verðflokkum.
Til að panta eða fá frekari upplýsingar má hafa samband við Esther, esther@unicef.is / 552-6300.
Sérsniðnar gjafir
Við getum hrint góðum hugmyndum í framkvæmd og aðlagað gjafir
að verðhugmyndum og fjölda.
Hægt er að nota útlitið á Sönnum gjöfum eða sérhanna sérstakar gjafir
fyrir vinnustaðinn þinn.
Við höfum unnið með fyrirtækjum að fjölbreyttum lausnum.
Endilega hafðu samband við Esther fyrir frekari upplýsingar
esther@unicef.is / 552-6300.
Dæmi um sérsniðna gjöf
Í þessum dæmispakka er hlýtt teppi fyrir barn og 20 skammtar af bóluefni gegn mænusótt.
Þessi hjálpargögn komin á vettvang kosta ekki nema 1.077 kr.
Allur pakkinn
Stundum langar manni bara að gefa allt, þá er allur pakkinn tilvalinn fyrir þitt fyrirtæki!
Pakkinn er stútfullur af hjálpargögnum sem stuðla að menntun barna, veita vernd
gegn banvænum sjúkdómum og koma í veg fyrir vannæringu.
Allur pakkinn kostar 5.000 kr
Íslensku jólasveinarnir senda fallega jólakveðju. Hver og einn jólasveinn kemur til byggða með mismunandi gjafir til barna sem þurfa á að halda!
Hvert kort kostar 1.500 kr og hægt er að skrifa í þau persónulega kveðju.
Athugið að Sannar gjafir er hægt að telja til stuðnings til góðgerðarmála og er því hægt að nýta til skattaafsláttar upp að 0,75% af árlegum tekjum fyrirtækis.