Fyrirtækjagjafir

Fyrirtækjagjafir

 

Færst hefur í aukana að fyrirtæki nýti sér sannar gjafir til að gleðja starfsfólk sitt og samstarfsaðila. Þetta er skemmtileg leið til að sýna þakklæti og hafa um leið jákvæð áhrif á líf barna.
 

Sannar gjafir henta við öll tilefni og hægt er að velja um margskonar hjálpargögn í öllum verðflokkum. Meðal hjálpargagna eru bóluefni, námsgögn, ormalyf, vatnshreinsitöflur, hlý teppi og jarðhnetumauk. Gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna um víða veröld og stuðla að bættri næringu, heilsugæslu, menntun og hreinlæti. Gjöfunum er svo dreift til barna og fjölskyldna þeirra í samfélögum þar sem þörfin er mest. 

 

Sem dæmi höfum við útbúið misstóra pakka fyrir fyrirtæki en einnig bjóðum við upp á jólakort sem eru sannar gjafir. 

 

Til þess að panta eða fá frekari upplýsingar má hafa samband við hana Völu, vala@unicef.is / 552-6300.

 

 

Jólapakkinn

 

Í jólapakkanum má finna ýmisskonar hjálpargögn, eins og hlýtt teppi, tvö moskítónet, tíu skammta af næringarmjólk og 90 skammta af ormalyfjum.

 

Öll þessi hjálpargögn koma að góðum notum, veita hlýju, innihalda góða næringu og veita vörn gegn sjúkdómum. Þetta er svo sannarlega jólapakkinn í ár!

 

Jólapakkinn kostar 3.000 kr.

 

 

 

 

Allur pakkinn

 

    Stundum langar manni bara að gefa allt, þá er allur pakkinn tilvalinn fyrir þig!

   

    Pakkinn er stútfullur af hjálpargögnum sem stuðla að menntun barna, veita vernd gegn banvænum sjúkdómum

    og koma í veg fyrir vannæringu. 

   

    Allur pakkinn kostar 5.000 kr

 

 

Jólakort

 

 

 

Íslensku jólasveinarnir senda fallega jólakveðju. Hver og einn jólasveinn kemur til byggða með mismunandi gjafir til barna

sem þurfa á að halda! 

 

Hvert kort kostar 1.500 kr og hægt er að skrifa í þau persónulega kveðju.

 

 

 

 

Ert þú með hugmynd?

Við getum hrint góðum hugmyndum í framkvæmd og aðlagað gjafir á þínum forsendum. Endilega heyrðu í henni Völu ef þú hefur einhverjar spurningar, vala@unicef.is / 552-6300.

 

 

 

0,75% skattaafsláttur fyrirtækja

 

      Athugið að Sannar gjafir er hægt að telja til stuðnings til góðgerðarmála og er því hægt að nýta til skattaafsláttar upp að 0,75% af árlegum tekjum fyrirtækis.

 

 

 

 

 

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef