Neyðaraðstoð fyrir börn á flótta

3.900kr

Hægt er að styðja í nafni ástvinar neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn frá Sýrlandi.

Milljónir barna frá Sýrlandi eru nú á flótta, ýmist innan landsins eða í nágrannríkjunum. Þau þurfa tafarlausa hjálp. 

 

Gífurleg streita fylgir því að eiga heima á stríðssvæði og enda á flótta. Skortur á drykkjarvatni, næringu og heilsugæslu eykur enn frekar á neyðina. Mörg börn hafa misst vini og fjölskyldumeðlimi og jafnvel orðið sjálf fyrir hryllilegu ofbeldi: Særst illa, verið rænt, orðið fyrir pyntingum og handtökum.

 

Með því að leggja neyðaraðstoð UNICEF lið veitir þú börnum frá Sýrlandi lífsnauðsynlega hjálp. 

 

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Mótakandi

Þessi texti birtist á gjafakortinu:
 

Til hamingju! Þú hefur stutt við neyðarhjálp UNICEF fyrir börn frá Sýrlandi. Það var gert í þínu nafni. 
 

Milljónir barna frá Sýrlandi eru nú á flótta, ýmist innan landsins eða í nágrannríkjunum. Þau þurfa tafarlausa hjálp. 
 

Gjöf þín mun koma að afar góðum notum. Hún mun meðal annars vera notuð til að koma upp barnvænum svæðum þar sem börn geta fengið að vera börn. 

 

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef