Neyðaraðstoð fyrir vannærð börn

3.900kr

Hægt er að styðja í nafni ástvinar neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi vegna hungursneyðarinnar í Suður-Súdan og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen, Nígeríu og Sómalíu.

 

Neyðin er gríðarleg og raunveruleg hætta er á fjórum hungursneyðum í heiminum á sama tíma. Ástandið nú er það versta frá stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir 70 árum. Góðu fréttirnar eru þær að með réttri meðhöndlun í tæka tíð ná nærri öll vannærð börn bata á nýjan leik. 

 

Með því að leggja neyðaraðstoð UNICEF lið veitir þú vannærðum börnum meðferð, tekur þátt í að dreifa hreinu vatni og veita börnum lífsnauðsynlega heilsugæslu. 

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Mótakandi

Þessi texti birtist á gjafakortinu: Til hamingju! Þú hefur stutt við neyðarhjálp UNICEF vegna hungursneyðarinnar í Suður-Súdan og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen, Nígeríu og Sómalíu. Það var gert í þínu nafni. 

Neyðin er gríðarleg og raunveruleg hætta er á fjórum hungursneyðum í heiminum á sama tíma. Þörf er á að stórauka við neyðaraðgerðir UNICEF.

Gjöf þín mun koma að afar góðum notum. Hún mun meðal annars vera notuð til að veita vannærðum börnum vítamínbætt jarðhnetumauk, nauðsynleg lyf og hreint vatn. 

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef