Bólusetningagjöfin

731kr

Við þriggja mánaða aldur fara börn í sína fyrstu bólusetningu, meðal annars við stífkrampa og mænusótt. Á nokkurra mánaða fresti fá þau svo enn fleiri bólusetningar sem koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma og hindra farsóttir. 

 

Bólusetningarnar eru afar mikilvægar, þær veita börnum vernd og eru ein öruggasta leiðin til að koma í veg fyrir að þau smitist af hættulegum sjúkdómum. 

 

Þessa sönnu gjöf er því tilvalið að gefa í nafni ungra barna sem þig langar að bjóða velkomin í heiminn og eru að fara í sínar fyrstu bólusetningar. 

 

Með gjöfinni leggur þú líka þitt af mörkum og tekur þátt í að útrýma hættulegum smitsjúkdómum á borð við stífkrampa og mænusótt.

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Mótakandi

Þessi texti mun birtast á gjafakorti:

Til hamingju með bólusetningarnar! Þú hefur fengið að gjöf 20 skammta af bóluefni gegn mænusótt og 20 skammta af bóluefni gegn stífkrampa. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda.

Það eru til dæmis engin lyf til gegn mænusótt og eina leiðin til að koma í veg fyrir að veikin valdi lömun er bólusetning. Bólusetningarnar þínar skipta því miklu máli. Stífkrampi er sjúkdómur sem dregur því miður bæði nýbakaðar mæður og nýbura til dauða. Með bólusetningu má hins vegar koma í veg fyrir hvert einasta dauðsfall af hans völdum. Enginn á að þurfa að látast úr þessum kvalarfulla sjúkdómi.

Gjöfin sem gefin var í þínu nafni mun því sannarlega skipta máli og koma til góða!

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef