Skilmálar

 

  1. Skilmálar


Skilmálarnir eru samþykktir með staðfestingu á kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin. Öll viðskipti eru trúnaðarmál og við tryggjum viðskiptavinum okkar örugg viðskipti á netinu. 

 

  1. Persónuvernd.

Meðferð persónuupplýsinga samkvæmt persónuverndarstefnu UNICEF á Íslandi

 

UNICEF á Íslandi vinnur að því að bæta hag barna um allan heim, og gerir það með ómetanlegum stuðningi fyrirtækja og einstaklinga hér á landi. Allt okkar starf byggir á trausti og því leggjum við mikla áherslu á að gæta upplýsinganna þinna með öruggum og ábyrgum hætti. Í persónuverndarstefnu okkar, sem hægt er að nálgast hér, má lesa um hvernig og hvers vegna við öflum, notum og geymum persónuupplýsingar. Það getur komið fyrir að stefnan verði uppfærð svo við hvetjum þig til að kíkja á hana með reglulegu millibili.

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir varðandi meðferð persónuupplýsinga hvetjum við þig til að hafa samband við okkur í síma 562-6262, senda tölvupóst á unicef@unicef.is eða koma til okkar á skrifstofuna að Laugavegi 176. Skrifstofa UNICEF á Íslandi er opin alla virka daga á milli 9 og 17.

 

  1. Afhendingingartími

Afgreiðslukerfi Sannra gjafa er sjálfvirkt og því er hægt að kaupa og fá gjafabréf fyrir Sanna gjöf sent samstundis með tölvupósti ef greitt er með kreditkorti. Veljir þú að greiða með millifærslu berst gjafabréfið í tölvupósti næsta virka dag. Hafir þú valið að fá gjafabréfið sent með bréfpósti er það sett í póst næsta virka dag. Við setjum gjafakort í póst samdægurs eða næsta virka dag. Gera má ráð fyrir að þau berist um þremur virkum dögum eftir pöntun.

 

  1. Greiðslumöguleikar

Í netverslun Sannra gjafa er boðið uppá nokkrar greiðsluleiðir. Í boði er að greiða með öllum helstu greiðslukortum og debetkortum. Einnig er hægt að greiða með millifærslu eða Netgíró. 

 

4a. Millifærslur

Ef valið er að greiða með millifærslu er óskað eftir því að staðfesting á greiðslu verði send á netfangið: ingibjorg@unicef.is

Bankareikningur: 701-26-102000

Kennitala: 481203-2950

Ef pöntun er ekki greidd innan þriggja daga telst pöntun ógild.

 

4b. Greiðslukort

Mögulegt er að greiða með pöntun með öllum helstu kreditkortum og fer greiðsla í gegnum örugga greiðslugátt hjá Valitor.

 

4c. Netgíró

Netgíró er kortalaus viðskipti á netinu. Til þess að geta nýtt sér þennan greiðslumöguleika er skilyrði að viðskiptavinur sé með aðgang hjá Netgíró sem hægt er að sækja um hér:  www.netgiro.is. Viðskiptavinur þarf þá einungis að slá inn kennitölu og lykilorð í lok kaupferlisins. Greiðsluseðill birtist í heimabanka viðskiptavina sem gefst kostur á að greiða reikninginn innan 14 daga, vaxtalaust. 

 

  1. Vefkökur

Vefsíða Sannra gjafa, www.sannargjafir.is, notar vefkökur (e.cookies). Sjá skilmála hér.

 

  1. Viltu gera breytingar á samskiptum þínum við okkur?

 

Við viljum að þú sért ánægð/ur með samskipti þín við okkur. Ef þú vilt breyta því hvernig þú heyrir frá okkur eða uppfæra upplýsingar um þig hvetjum við þig til að hafa samband. Með því að hafa samband við þjónustuverið okkar í síma 562-6262, senda tölvupóst á unicef@unicef.is eða koma til okkar á skrifstofuna að Laugavegi 176.

Ef þú tilkynnir okkur að þú viljir ekki lengur heyra frá okkur í markaðslegum tilgangi skaltu hafa í huga að við gætum samt haft samband við þig vegna annarra atriða, svo sem vegna framlaga sem þú gefur UNICEF á Íslandi eða til að senda þér upplýsingar sem þú hefur óskað eftir.

 

 

Sannar gjafir UNICEF bregðast við raunverulegum og breytilegum þörfum barna út um allan heim. Þar af leiðandi gæti komið upp atvik þar sem nauðsyn krefur okkur til að skipta upprunalegu hjálpargagni út til að senda á vettvang. Við munum þó reyna eftir fremsta megni að velja þau hjálpargögn sem eru innan sama flokks – til dæmis, gjöf á borð við bóluefni gegn mislingum gæti verið skipt út fyrir bóluefni gegn mænusótt ef þörf krefur. Við vonum að með því að gefa Sannar gjafir treystir þú okkur til að nýta gjöf þína sem best til að hjálpa börnum í neyð.

 

 

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef